Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ástarlíf einmanna kartöfluhnýða: Kartöfluræktun kartöfluhvíslarans

27. apríl, 2021 frá 20:00 til 21:00

Súrkálsdrottningin og kartöfluhvíslarinn Dagný Hermannsdóttir leiðir okkur í allan sannleika um kartöfluræktun. Dagný er einmitt ein af duglegri ræktendum nýrra kartöfluyrkja úr fræi á Íslandi og úr því hafa ýmiss konar furðuleg hnýði í ýmsum litum myndast.

Áhugasamir um kartöfluræktun af fræi ættu endilega að skella sér í Facebook hópinn “Kartöflurækt af fræi – Nýjar íslenskar https://www.facebook.com/groups/949669858414393/

Kjósi fólk heldur að rækta þaulreynd yrki á “gamla mátann”, bendum við fólki á að líta við í Vefverslun Garðyrkjufélagsins, þar sem einmitt er til sölu kartöfluútsæði um þessar mundir: https://gardurinn.is/product-category/kartofluutsaedi/

Ræktun á grænmeti í pokum hefur aukist undanfarin ár og mælum við hiklaust með að nota endurunna gróðurpoka í slíkum tilgangi: https://gardurinn.is/product-category/grodurpokar/

Fundurinn er hluti af röð opinna fræðslufunda sem Garðyrkjufélagið heldur um þessar mundir um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Þessir fundir fara fram í gegnum fjarfundakerfið Zoom, aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Hver fundur er tilkynntur tímanlega á heimasíðu félagsins (www.gardurinn.is) sem og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn).

ATH: vegna takmarkana á þeim fundarkerfis aðgangi sem okkur stendur til boða geta að hámarki 100 gestir tekið þátt í hverjum fundi.

Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa almennt í 45-60 mínútur.

Hlekkurinn fyrir þennan fund mun birtast hér fyrir neðan nær fundartíma, en ekki er hægt að komast inn fyrr en fundur hefst.

Hlekkurinn á þennan fund er:
https://zoom.us/j/95754417773?pwd=bUQwWC9LZHV1WWxDZ0dCNXRvckVKUT09

Þurfi einhver svokallað passcode, þarf að slá inn:
174442

Frítt