Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Allt um pottaplönturnar í beinni

24. nóvember, 2020 frá 19:00 til 21:00

Garðyrkjufélagið býður félagsmönnum sínum og öðrum til að taka þátt í stuttu námskeiði um pottaplöntur á þriðjudagskvöldið í næstu viku, 24. nóvember kl. 19:30.

Þá mun Vilmundur Hansen (stofnandi og stjórnandi Facebook-hópsins Ræktaðu garðinn þinn) tala um pottaplöntur og allt sem þeim viðkemur í fjarvarpi GÍ. Fleiri kunnáttumenn verða og viðstaddir og geta svarað spurningum þeirra sem heima sitja.

Áhugi á ræktun og umhirðu pottaplantna hefur vaxið gríðarlega hér á undanförnum mánuðum, væntanlega ekki síst vegna veirufaraldursins. Það er af hinu góða: rannsóknir benda ótvírætt til þess að heilsusamlegt sé að hafa lifandi plöntur í híbýlum manna. Fyrir nú utan hvað það er skemmtilegt!

Vilmundur mun m.a. fjalla um það sem áhugamenn spyrja helst um:

  • Meðferð pottaplantna
  • Vökvun
  • Birtu, hita- og rakastig
  • Áburðargjöf
  • Pottahlífar

Allir geta fylgst með á þessum hlekk: https://eu01web.zoom.us/j/61993044259

Áætlað er að viðburðurinn taki um eina klukkustund. Hlekkurinn verður opinn frá kl. 19-21.