Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Aðal – og fræðslufundur Rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins 18. feb. 2020

Aðalfundur Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar 2020. kl 19:30 í fundarsal Garðyrkjufélags Íslands í Síðumúla 1 í Reykjavík.

Dagskrá aðalfundarins er samkvæmt lögum klúbbsins.

Dagskrá
1. Setning aðalfundar – kosning fundarstjóra    og ritara
2. Skýrsla stjórnar – umræður
3. Kosning stjórna
4. Önnur mál 

Úr stjórn eiga að ganga þær Íris Vilbergsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir og gefa báðar kost á sér til endurkjörs en lýst er eftir framboðum sem geta komið fram á fundinum.

Að loknum aðalfundi hefst eftirfarandi fræðsludagskrá:

A. Frammistaða/harðgerði rósa á Íslandi –  Reynsla  rósaklúbbsfélaga – kynning Eggert Aðalsteinsson
B. Rósainnkaup 2020 – kynning Hulda Guðmundsdóttir
C. Ljósmyndakeppni Rósaklúbbsins 2019 – kynning og rýni – hvað getum við lært Kristinn H. Þorsteinsson leiðir umræður.

18. febrúar, 2020 frá 19:30 til 22:00