Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Söfnun og meðhöndlun fræja á fimmtudaginn

17. september, 2020 frá 17:30 til 19:00

Fræbanki Garðyrkjufélags Íslands efnir til fræðslu um söfnun og meðhöndlun fræja á morgun fimmtudag, 17. september í trjásafninu í Meltungu í Kópavogi, austast í Fossvogsdal.

Fræðslan hefst kl 17:30 og lýkur um kl. 19:00

Áhersla verður lögð á söfnun af fjölæringum.

Nú er rétti tíminn til að fylgjast með þroskun fræja í garðinum, sumarbústaðalandinu og nánasta umhverfi. Sérfræðingar fræbankans ætla með þátttakendum að safna fræjum og skoða hvernig fræ hinna ýmsu tegunda líta út og hvenær það er þroskað. Þá verður kennd meðhöndlun fræja til að mynda þurrkun, geymsla og pökkun þeirra. Gefin verða góð og hagnýt ráð um sáningar og margt fleira.

Safnast verður saman neðst í Kjarrhólma í Kópavogi þar sem sérfróðir leiðbeinendur taka á móti þátttakendum.

Gætum sóttvarna og klæðum okkur í samræmi við veðrið!