Japansgreni – Picea jezoensi
250kr.
Japansgreni (Picea jezoensis eða Picea yezoensis) er stórt sígrænt tré sem verður 30 til 50 metra hátt og með stofnþvermál að 2 metrum. Það er upprunnið frá norðaustur Asíu, frá fjöllum mið Japan og Changbai fjöllum á landamærum Kína og Norður Kóreu, norður til austur Síberíu, ásamt Sikhote-Alin, Kúrileyjar, Sakalínfylki og Kamsjatka. Það vex í svölum en rökum tempruðum regnskógum, og hvergi er útbreiðslusvæðið lengra frá Kyrrahafinu en 400 km.
Börkurinn er þunnur og hreistraður, verður sprunginn á eldri trjám. Krónan er breiðkeilulaga. Sprotarnir eru föl gulbrúnir, hárlausir en með áberandi nálanöbbum. Barrið er nálarlaga, 15 til 20 mm langt, 2 mm breitt, langydd, beggja vegna dálítið kjalað, dökkgrænt að ofan með engum loftaugum, og bláhvítt til hvítt að neðan með tvemur breiðum loftaugarendur.
In stock
Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."
Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.
SKU: FRÆ 1121 Categories: Barrtré, Fræ (Ath. Hámarksfjöldi er 30 tegundir í pöntun), Tré og runnar