Pulsatilla albana – Persabjalla

250kr.

Náskyld kúabjöllu (Pulsatilla pratensis), 5-18 sm há þegar hún blómstrar, allt að 30 sm þegar fræin eru fullþroskuð. Grunnlauf 2,5-6 sm, aflöng að utanmáli, tvífjaðurskipt með 3-4 pör af fyrstu skiptingu, önnur skipting djúp fjaðurskipt, fliparnir lensulaga eða bandlaga, því sem næst snubbótt, heilrend eða ögn skert-tennt, mjúkhærð, nema á neðra borði. Reifablöð allt að 30 sm, bandlaga, sljóydd.
Lýsing
Blómin drúpandi, bjöllulaga með mjóan grunn, allt að 2,5 sm, blómhlífarblöð aflöng-oddbaugótt, aftursveigð efst, gul, með þétt, aðlæg silkihár á ytra borði. Fræflar ná ekki út úr blóminu. Hnetur með brodd allt að 2,5 sm.

På lager

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Varenummer (SKU): FRÆ 1130 Kategorier: ,