
Betula populifolia – Blæbjörk
250kr.
Það vex frá suðaustur Ontario austur til Nova Scotia, og suður til Pennsylvania og New Jersey, með aðskilin svæði/skóga í Indiana, Virginia, og North Carolina. Hún kýs snauðan, þurran harðveg, en hún finnst einnig í rökum blandskskógum. Blæbjörk verður um 30 ára, og er algeng landnámstegund á yfirgefnum ökrum og brenndrum svæðum.
Blæbjörk vex fljótt í 10 metra hæð, með 38 sm bol, meir eða minna beinvaxin með grannar greinar. Trén eru oft margstofna af einum meginstofni. Blöðin eru 5 – 7.5 sm löng og 4 – 6 sm breið, stakstæð, egglaga, og enda í totu. Þau eru dökkgræn og gljáandi að ofan og fölari að neðan, gróftennt.[1]Börkurinn er kalkhvítur til gráhvítur með svörtum þríhyrningsalaga flekkjum þar sem greinar liggja að stofni. Henni er helst ruglað við Næfurbjörk (Betula papyrifera) vegna barkarins; hann er sléttur og þunnur en flagnar ekki í næfra í sama mæli og á næfrabjörk. Blómin eru reklar 5 – 8 sm langir, karlreklarnir hangandi og kvenreklarnir uppréttir.
Vörunúmer: FRÆ 0222
Vörunúmer: FRÆ 0386
Vörunúmer: FRÆ 0340