Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Litríkur félagsfyrirlestur um lyngrósir

24 janúar frá19:30 til 20:30

Fimmtudaginn 24. janúar n.k. kl 19:30 í Síðumúla 1 Vilhjálmur Lúðvíksson og Þorsteinn Tómasson segja með myndasýningum frá áhugaverðum Ársfundi Ameríska lyngrósafélagsins (ARS 2018) sem haldinn var í Brimum í Þýskalandi í maí s.l. undir yfirskriftinni: North America Meets Europe”   Á eftir fóru þeir félagar til Finnlands að kynnast lyngrósarækt þar undir leiðsögn Kristians Theqvist og Professor emeritus Peters Tigerstedt. Heimsóttir voru bæði einkagarðar og opinberir lyngrósagarðar. Var m.a. komið í Trjásafnið í Mustila, æskuheimili Peters Tigerstedt, og hinn vandlega falda Rhodogarden Kristians Theqvist á eyju í skerjagarðinum utan við Turku/Åbo. Þeir félagar velta m.a. fyrir sér hvaða lærdóm íslenskt áhugafólk um lyngrósir getur dregið af reynslu Finna.   Fundurinn er opinn öllum og er undirbúinn í samvinnu við Klúbb GÍ um sígrænar plöntur.  

Upplýsingar

Dagsetn:
24 janúar
Tími
19:30 til 20:30
Viðburður Category:
Tök Viðburður:

Staðsetning

Garðyrkjufélag íslands
Síðumúli 1
Reykjavík, Iceland
Sími:
552-7721