Hin eina sanna jólarós

Hin eina sanna jólarós, Heleborus niger er vinsćlt jólablóm. Víđa erlendis er hún eftirsótt garđplanta og hentar ágćtlega sem slík hér á landi.  Blómstrar meira og minna allan veturinn, gjarnan í stuttum hlýindaköflum og hvílir sig undir snjóţekjunni. Ljósm.: Ragnheiđur Guđmundsdóttir, Borg Hveragerđi.

Ýmsar plöntur tengjast ađventunni og jólahátíđinni á einn eđa annan hátt og mörgum ţeirra fylgja skemmtilegar ţjóđsögur og ýmis hjátrú.  Íslenski einirinn okkar er vćntanlega eini einstaklingurinn af íslensku flórunni sem fćr ţann heiđur ađ vera í einum vinsćlasta barna jólasöng okkar „Göngum viđ í kringum einiberjarunn”, ţó svo ađ beitilyngiđ hafa trúlega einnig veriđ nýtt til ađ búa til spýtujólatré á fyrri hluta síđustu aldar. Vegna árstíđarinnar er megniđ af ţeim plöntum sem tengjast ađventu og jólum sígrćnar, ţótt fćrst hafi í vöxt ađ nota ný afskorin blóm sem skraut á jólaborđiđ, enda í raun flest ţađ fáanlegt sem fólk getur óskađ sér.  Helleborus niger eđa jólarósin er eitt af ţeim blómum sem er stundum fáanlegt sem pottablóm eđa afskoriđ fyrir jól. Ţá er um ađ rćđa hávaxin afbrigđi af  jólarósum sem eru rćktađar í gróđurhúsum erlendis til afskurđar, endingartími ţeirra í vatni eđa svokallađ vasalíf er vćntanlega um 4-5 dagar .

 

Hvađ jólarósina sjálfa varđar, ţá segir sagan af ungri fátćkri stúlku, sem var fjárhirđir nálćgt Betlehem á fćđingarnótt frelsarans.  Ţegar vitringarnir höfđu fćrt barninu gjafir langađi ungu stúlkuna ađ fćra Jesúsbarninu blóm, en ţau voru međ öllu ófáanleg vegna kulda.  Ţá vísađi engillinn henni á blómstrandi jólarós sem var hulin snjó viđ fćtur hennar og hvíslađi ađ henni ađ jólarósin vćri meira virđi en gull, reykelsi og myrra ţar sem hún vćri náttúruleg og hrein og sköpuđ af ást.  Međ ţessi orđ í huga fćrđi unga stúlkan litla barninu í jötunni jólarósirnar sem hún hafđi tínt saman í vönd í snjónum. 

 

Heleboru niger, hin eina sanna jólarós.
Jólarósin er vinsćlt jólablóm víđa erlendis, bćđi sem pottablóm í sólstofur eđa garđskála eđa sem afskorin, en er einnig eftirsótt garđplanta og hentar ágćtlega sem slík, t.d.  bćđi í Danmörku og á Englandi og jafnvel víđar í Evrópu ţar sem hún reyndar á  uppruna sinn. Hún spjarar sig ágćtlega hér á landi í skjólbetri görđum og á ţá ţađ til ađ vera í blóma meira og minna allan veturinn.  Hún blómstrar gjarnan í stuttum hlýindaköflum og hvílir sig undir snjóţekjunni, en heldur áfram blómgun ţegar snjóhulan er dustuđ af henni eins og hún gerđi á sínum tíma í Betlehem.  Hún er uppáhalds jólamaturinn hjá kanínum, ţannig ađ ekki ţýđir ađ rćkta hana viđ skógarmörk eđa annars stađar ţar sem kanínur halda sig. 

 

Jólarósin er sígrćn, fjölćr planta af  sóleyjarćtt.  Blómlitir geta veriđ rjómahvítir, grćnir, bleikir og jafnvel fjólubláir.  Yfir 20 tegundir og ótal yrki eru til af jólarósum, sem blómstra á tímabilinu frá október og fram í maí.  Garđyrkjufélag Íslands hefur af og til flutt inn búta af jarđstönglum af jólarósum, sem hafa komiđ á haustin og veriđ á haustlaukalista félagins.  Ţannig hafa jólarósir veriđ reyndar hérlendis í görđum, sumar ţeirra hafa jafnvel blómstrađ í desember og veriđ sjálfsáđar í allra skjólbestu görđunum,  almennt ţá ţrífast ţćr best í góđu skjóli upp viđ húsvegg.  Jóla- og páskarósir hafa oft veriđ á á frćlista Garđyrkjufélagsins en einnig eru ţćr fáanlegarsem ungplöntur hjá mörgum garđplöntustöđvum. 

 

Ýmsar ađrar tegundir af jólarósum svo sem páskarós og fösturós eru álitnar auđrćktanlegri í íslenskum görđum en jólarósin, ţar sem ţćr blómstra mun síđar en hún, ţ.e.a.s. undir vor.  Jólarósirnar eru upplagđar plöntur í kaldar sólstofur, köld gróđurhús og á yfirbyggđar svalir og sjálfsagt ađ reyna ţćr í skjólbetri görđum.  Á ţessum árstíma eru ţćr oft fáanlegar sem pottablóm, jafnvel í nokkrum litum. Heimsmarkađsverđ á blómum miđast viđ frambođ og eftirspurn, ţví er verđlag á árstíđarbundum blómum yfirleitt mjög hátt  ţegar framleiđendur anna ekki eftirspurn.  Ţannig eru jólarósir alltaf frekar dýrar og skiptir ţá ekki máli hvort ţćr eru afskornar eđa í blómsturpotti.  Í blómsturpottinum virkar blómiđ vćgast sagt ansi lítiđ miđađ viđ verđ, laufblöđin eru lítil, leđurkennd og lítiđ áberandi á međan plantan er í blóma, en ţegar plantan hefur lokiđ blómgun kemur nýtt og mun stćrra og meira laufblađaskrúđ og ađ ári ćtti plantan auđveldlega ađ vera orđin ţó nokkuđ gróskumikil, hvort sem henni ţóknast ađ vera blómstrandi nákvćmlega á réttum tíma eđa ekki. Eftir ađ jólarósirnar eru byrjađar ađ blómstra standa blómin lengst ef plönturnar fá ađ standa á svölum stađ og ţola plönturnar mjög vel ađ vera geymdar í blómakćlum. Best er ađ vökva beint í moldina, sem á ávalt ađ vera rök, en plantan ţolir ţó ekki ađ standa í vatni.  Blómin standa óvenju lengi og ţví svalara sem umhverfiđ er ţeim mun lengur standa blómin.

 

Valborg Einarsdóttir, garđyrkjufrćđingur


Til baka


yfirlit plantna

     
-->