Haustkrans

Haustkrans vafinn međ lífviđ, ericku, lyngi og njóla.
Síđla sumars og ţegar haustiđ er í nánd eđa um ađ leyti sem náttúran skartar sínum fegurstu haustlitum er viđ hćfi ađ vefja fallegan haustkrans sem síđan má hengja á eđa viđ útidyrnar.  Krans sem vafinn er úr sígrćnum greinum, laufi og skreyttur međ gróđri eđa berjum minnir okkur á sumariđ ţegar vetur gengur í garđ.  

 

Ýmislegt er í bođi ţegar kemur ađ haustkransinum.  Mörgum finnst einfaldast ađ fara í nćstu blómaverslun og kaupa haustkransinn tilbúinn eđa leggja inn pöntun hjá sínum blómaskreyti, ef um einhverjar séróskir er ađ rćđa og í sjálfu sér er ekkert ađ ţví ađ láta fagfólkinu verkiđ eftir.  Oft eru námskeiđ í bođi, ţar sem almenningur fćr ađstođ viđ ađ vefja kransinn. Eitt slíkt var haldiđ nú um helgina, ţegar nýstofnađur Blómaskreytingaklúbbur GÍ stóđ fyrir námskeiđi í haustkransagerđ fyrir félaga í Garđyrkjufélagi Íslands, en félagar í Blómaskreytingaklúbbi GÍ eiga ţađ sameiginlegt ađ vera áhugafólk um blómaskreytingar. Margir fallegir kransar voru búnir til á námskeiđinu og hver hafđi sinn persónulega stíl, eins og ćvinlega er á slíkum námskeiđum. 

 

Margir eru vanir ađ vefja sinn eigin ađventukrans og ţessi hópur getur auđveldlega vafiđ haustkransinn sinn sjálfur, ţó svo ađ einhverjir ţiggi góđ ráđ um val og samsetningu á gróđri ásamt ţeim magntölum sem til ţarf, en slíka ađstođ ćtti ađ vera auđvelt ađ fá í nćstu blómaverslun.  Ţar er einnig hćgt ađ kaupa undirlag fyrir kransinn, vír, nokkrar greinar af sígrćnum lífviđ (Thuju), eikarlaufi, lyngi ásamt  Calluna eđa Erikku, en sú fyrrnefnda ţornar betur og hentar ţess vegna mun betur til kransagerđar.  Ţađ getur komiđ vel út ađ skreyta kransinn t.d. međ berjum trjáa, reyniber henta sérstaklega vel og nćgja nokkrir klasar af reyniberjum, ef fólk er svo heppiđ ađ eiga slík tré í eigin garđi og nćr ađ verđa  á undan fuglunum ađ ná í berjaklasana.  Ef ekki, ţá má notast viđ köngla og hnetur en einnig er upplagt ađ nota t.d. nokkur grös af melgresi, hundasúru, hvönn, eski eđa njóla, en allar ţessar plöntur geta veriđ hreint dásamlegar sem skraut í haustkransinn og ţađ er eiginlega góđverk ađ nota svolítiđ af ţeim í blómaskreytingar, sérstaklega ţessari síđastnefndu en hún hentar einstaklega vel til slíks brúks og auđvelt ađ láta hugann reika og  ímynda sér ađ vegna vaxtarlags og hegđunar plöntunnar, hljóti tákn njólans í kransinum ađ vera tákn stöđugleika og festu. 

 

Mjög forn hefđ er fyrir krönsum sem vafđir hafa veriđ fyrir ýmis tilefni í aldanna rás.  Kransinn er vafinn eftir gangi sólar og er ţví án upphafs og án endis. Hjá forn Egyptum var hringformiđ tákn sigurs en höfuđkransar voru og eru enn víđa í heiminum vinsćlir í brúđkaupum og eru tákn eilífs trúnađar. Ţeir voru gjarnan vafđir úr myrtu sem var helguđ ástargyđjunni Venus.  Svo skemmtilega vill til ađ viđ eigum nóg af annarri plöntu sem minnir um margt á brúđarslör en frćđiheiti hennar vísar til myrtunnar og ástargyđjunnar Venus.  Ţetta er ađ sjálfsögđu Myrrhis odorata eđa spánarkerfillinn okkar.  Ţađ yrđi dásamleg lausn á útbreiđslu plöntunnar ef ţađ kćmist í tísku hjá landanum ađ vefja höfuđkransa og skreyta kirkjur og sali landsins fyrir íslensk sumarbrúđkaup međ blómstrandi spánarkerfli.  Ţannig yrđi ţađ ekki eingöngu góđverk ađ klippa glćsilegan spánarkerfilinn í fullum blóma áđur en hann nćr ađ sá sér út um allar jarđar, heldur er tákn hans hreint dásamlegt, auk ţess sem hann er sérstaklega rómantískur međ rauđum rósum og fer reyndar mjög vel međ öllum litum af rósum og flestum blómstrandi blómum. 

Haustkransinum er yfirleitt ćtlađ ađ gleđja eins og reyndar flestur gróđur gerir, minna okkur á sumariđ og haustuppskeruna.  Ţađ er allur gangur á ţví hvort hlutirnir tákna eitthvađ eđa ekki í huga okkar, slíkt er ađ sjálfsögđu val, en vissulega gleđur haustkransinn gestsaugađ.  

 

Valborg Einarsdóttir, garđyrkjufrćđingur


Til baka


yfirlit plantna

     
-->