Kóraltoppur - Kalanchoë blossfeldiana

Kóraltoppur
Íslenska nafniđ vísar til blómanna sem eru smágerđ og rauđ og sitja í ţéttum kvíslskúfum  á stinnum og frekar stuttum greinum.  Ýmsir blómaunnendur kannast líklega öllu fekar viđ ţessa blómadís undir nafninu ástareldur, en sumar blómaverslanir hafa notađ ţađ nafn í kynningum sínum á jurtinni.  En allsendis óskyld garđjurt hefur veriđ skírđ ţví nafni en sú tilheyrir hjartagrasaćtt.  Hún er fágćt mjög hér í görđum. 

 

Kóraltoppurinn tilheyrir helluhnođraćtt, en nokkrir ćttingjar hans vaxa hér villtir, t.d. burnirót og helluhnođri, sem einnig eru algengir í görđum.  Hann á uppruna sinn á Madagaskar, ţar heldur hann sig í umhverfi skóga, mjög hátt til fjalla. Á heimaslóđum unir hann sér best í lífrćnum jarđvegi, í fremur svölu og röku umhverfi.  Jurtin barst til Frakklands ţar sem hún blómgađist fyrst árđ 1927.  Ţađan dreifđist hún til ýmissa grasagarđa, m.a. til Rostock í Ţýskalandi, en ţar kom frćframleiđandinn Blossfeld auga á plöntuna og ákvađ ađ skođa hana nánar og kanna hvort unnt vćri ađ koma henni á framfćri sem stofujurt.  Ţetta tók langan tíma og rćktun kóraltopps tók ekki fjörkipp fyrr en eftir 1950.  Ein meginástćđa fyrir ţessu var sú ađ ţađ tók tíma ađ ná tökum á vaxtarhegđun plöntunnar, en kóraltoppur er skammbirtujurt eins og krýsi og árstíđabundin hvađ varđar eđlilega blómgun.  Reyndar er ţađ svo, ađ viđ rannsóknir á áhrifum daglengdar á vöxt og blómgun plantna, ţá hefur kóraltoppur gengt afar mikilvćgu hlutverki í gegnum árin, en ţau störf hafa m.a. leitt til ţess ađ blómaframleiđendur geta látiđ hann og sitthvađ fleira blómgast, ţegar ţeim ţykir henta međ ţví ađ trufla daglengdina.  Kóraltoppur er ţannig myrkvađur í liđlega 3 vikur ţegar hann hefur tekiđ út ákveđinn vöxt, en á ţví tímabili nýtur hann ţví ađeins 8-9 klst. samfelldrar birtu á hverjum sólarhring.  Á međan er hitanum haldiđ á bilinu 15-20° C.  Ţessi ađgerđ stöđvar sprotavöxt og hvetur til blómmyndunnar.  Um 10 vikur frá ţví ađ myrkvunarskeiđi lýkur, er plantan síđan í fullum blóma.

 

Kóraltoppur er lágvaxinn og runnakenndur í vexti, međ ţykkum og all kjötkenndum gagnstćđum blöđum, enda hálfgildings ţykkblöđungur.  Blöđ er gróftennt, dökkgrćn og gljáandi. Ţróttmiklar plöntur mynda fjölda blómstöngla sem hyljast fínlegum blómum.  Upphaflegur litur blóma var rauđur en međ kynbótum og blöndum kynja hefur tekist ađ lađa fram ljómandi litadýrđ,  rauđgula, bleika og blábleika liti.  Jurtinni er ýmist fjölgađ međ sáningu eđa sprotagrćđlingum.  Frćiđ er afar smátt.  Í einu grammi eru 60-80,000 korn.  Kóraltoppur getur stađiđ í blóma hátt í 2 mánuđi sé honum sýnd nćgileg umhyggja.  Hann ţarf vel bjartan stađ, en samt ekki alltof hlýjan, síst af öllu á ţeim tíma árs ţegar ljósskilyrđi eru léleg, ţví ţá ţornar mjög fljótlega yfir hinum skćrum litum hans.  Forđist ţví ađ hafa hann í námunda viđ ofna.  Ţađ ţarf ađ vökva gćtilega, sérstaklega ţarf ađ sýna ađgćtni á veturnar.  Lofa ţá mold ađ ţorna töluvert milli ţess sem ađ vökvađ er.  Kóraltoppur í fullum blóma ţarf  ţó oft drjúgan vatnsdreitil, ekki síst ađ sumarlagi.

 

 

 

 

Óli Valur Hannesson


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit plantna

     
-->