Ađventukransar

Ađventukrans vafinn úr lífviđ
Nú er sá árstími sem margir huga ađ gerđ eđa kaupum á ađventukransi og ţví er viđ hćfi ađ skođa sögu hans ađeins nánar, en kransinn á sér langa sögu í gegnum aldirnar. 

 

Hjá forn Egyptum táknađi hringformiđ sigurtákn og sólguđinn Ra var heiđrađur međ kransi međ von um eilífa sól.  Grikkir til forna notuđu kransinn sem sameiningartákn fyrir guđina og tákn eilífs lífs.  Lárviđarkransinn er tákn hins fullkomna sigurs, en B.A. gráđan (baccalaureus artium) dregur nafn sitt af berjum lárviđarins. Lárviđarkransar voru vafđir fyrir sigurvegara í listum og íţróttum og var notađur á ólympíuleikum til forna en einnig á síđustu ólympíuleikum sem fram fóru í Grikklandi.  Myrtan er helguđ ástargyđjunum Afródítu og Venus,  ţví voru höfuđkransar vafđir úr myrtu vinsćlir í brúđkaup, en höfuđkransar í brúđkaupum er tákn eilífs trúnađar.  Ţyrnikóróna Krists var tákn píslar og dauđa.  Í margar aldir hafa Evrópubúar vafiđ kransa úr sígrćnum greinum, til ađ minna á sumariđ, stytta kaldan og dimman desember međ upplýstum kertum međ fyrirbćnum um styrk og lćkningu,  stuttan vetur,  sólríkt vor og  frjósamt sumar, en kransinn sjálfur var tákn sigurs og eilífs lífs.

 

Hringform kransins er án upphafs og án endis. Sígrćnn vafningurinn, vafinn eftir sólarganginum táknar eilíft líf, ţví leggjum viđ kransa á leiđi ástvina og notum ţá viđ útfarir, en leifar kransa hafa fundist í múmíugröfum Egypta.  

 

Fura, kristţyrnir og ýviđur tákna ódauđleikann, lífviđur táknar styrk og lćkningu, kristţyrnirinn er einnig sérstakt jólatákn og ţyrnar minna á ţyrnikórónu Krists.  Skraut á kransinn úr frćjum trjáa, svo sem könglum, hnetum og berjum eru tákn nýs lífs og upprisu.  


Ađventukransinn er talinn eiga uppruna sinn í Ţýskalandi.  Orđiđ ađventa er dregiđ af latneska orđinu „adventus“  og ţýđir ţađ sem koma skal.  Fjögur kerti ađventukransins tákna fjórar vikur ađventunnar, kveikt er á einu kerti hvern sunnudag í ađventu, fyrst einu, síđan tveimur, ţá ţremur og loks öllum. Örsjaldan sést fimmta kertiđ í miđjum kransi og táknar ţađ fćđingu og komu frelsarans og er kveikt á ţví á ađfangadagskvöld. Guđspjöll sunnudaganna bođa komu Drottins og logandi kertin bođa komu Krist. Litur ađventunnar er fjólublár. Nöfn og tákn kertanna eru:

 

  • Spádómskertiđ, minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans.
  • Betlehemskertiđ, heitir eftir fćđingarbć Jesús.
  • Hirđingjakertiđ, er nefnt eftir hirđingjunum sem fyrstir fengu fregnina um fćđingu frelsarans.
  • Englakertiđ, minnir á englana sem fluttu fréttina um fćđingu frelsarans.

 

Hver svo sem merkingin er fyrir hvert og eitt okkar, ţá fćrir kransinn okkur ilminn af sígrćnum greinum trjánna, birtuna og ylinn af ljósi  kertanna, en allt veitir ţetta okkur gleđi í mesta skammdeginu.   

 

Valborg Einarsdóttir


Til bakaSENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit plantna

     
-->