Hjálmlaukur (Allium cepa var. proliferum)

Um uppruna hjálmlauks er allt á huldu.
Ţessi forvitnilegi laukur myndar smáa lauka í stađ blóma efst á blómstilkunum ólíkt flestum öđrum laukum. Laukarnir sem myndast í toppunum eru nokkrir saman í klasa allt ađ tíu jafnvel fleiri. Hann er fjölćr og mjög langlífur og ţegar smálaukarnir ţroskast  sveigjast stilkarnir niđur til jarđar og smálaukarnir skjóta ţá rótum. Hjálmlaukur hefur  ţví stundum veriđ kallađur laukurinn gangandi. Hćđ plöntunar er nokkuđ breytileg en oft á bilinu 50-100 sm. Tegundin gengur undir ýmsum nöfnum  t.d í Bretlandi er hann kallađur trjálaukur eđa egypskur laukur en í Noregi og Svíţjóđ nefnist hann loftlaukur.

 

Um uppruna hjálmlauks er allt á huldu en sumir telja hann blending af matlauk (Allium cepa) og pípulauk (Allium fistulosum). Matlaukur hefur veriđ í rćktun í um 5-6000 ár jafnvel lengur. Elstu heimildir um laukrćktun eru frá Egyptalandi en uppruni matlauks er talinn vera í fjalllendi Miđ-Asíu. Rćktun hans er ţví trúlega mun eldri. Í ţessum heimshluta finnast víđa villtar tegundir af lauk sem svipar til matlauks ţótt eiginlegur matlaukur finnist hvergi í náttúrunni.

 

Hjálmlauk er hćgt ađ uppskera mjög snemma á vorin ţegar ađrir laukar eiga langt í land međ ađ vera uppskeruhćfir og er ţađ einn af hans helstu kostum. Hćgt er ađ nota bćđi grösin og laukinn og ţegar líđa tekur á sumariđ er líka hćgt ađ nota smálaukana sem myndast í toppnum. Tegundin er afar dugleg og erlendis er hann gjarnan sígrćnn en hér á landi visnar hann niđur á veturna en byrjar mjög snemma ađ vaxa á vorin.

 

Hjálmlaukur myndar smáa lauka í stađ blóma efst á blađstilknum.
Best er ađ rćkta laukana í nćringarríkum og velframrćstum jarđvegi í fullri sól. Hann breiđir nokkuđ mikiđ úr sér og getur lagt undir sig nokkuđ stórt svćđi međ tímanum. Ţađ má rćkta hann á mismunandi vegu en gott er ađ taka hann upp á nokkurra ára fresti og grisja hann og umplanta á nýtt beđ. Líka er hćgt ađ planta honum í nýtt beđ á hverju ári og setja hann í rađir međ 60 sm á milli rađa og 25 sm á milli plantna og eru ţá heilir laukklasar settir niđur. Einnig má setja niđur staka lauka međ 25 sm millibili á báđar hliđar. Ţó er einfaldast ađ leyfa honum ađ vaxa í sama beđinu í nokkur ár og umplanta honum svo.

 

Ţegar planta á smálaukum er gott ađ vinna niđur í jarđveginn  vel stađinn búfjáráburđ eđa safnhaugamold áđur og ekki á ađ setja ţá djúpt. Gott er ađ rétt sjáist í toppana á smálaukunum viđ útplöntun. Hćgt er ađ uppskera hjálmlauk frá ţví í apríl (grös og lauka) og fram í október (grös, laukar og smálaukar). Á veturna er hćgt ađ nota lauka og smálauka og líka má súrsa smálauka fyrir veturinn.

 

Hjálmlauk er hćgt ađ nota í salöt, pottrétti, tertur og allt mögulegt sem ađra lauka má nota í. Ţađ besta viđ tegundina er hve snemma á vorin hćgt er ađ byrja ađ nota tegundina, löngu á undan flestum öđrum laukum og öđru grćnmeti.

Hjálmlaukur hafur reynst mjög nćgjusamur og duglegur viđ íslenskar ađstćđur og ekki eins gjarn á ađ mygla eins og sumir ađrir laukar. Smálaukar eru stundum á frćlista Garđyrkjufélagsins og hćgt er ađ fá hjálmlauka í sumum garđyrkjustöđum.

 

Sjá uppskriftir af hjálmlauk undir hnappnum uppskriftir.

 

 

Jón Guđmundsson


Til baka


yfirlit plantna

     
-->